Árið 2012

 

 

14. og 15. júlí 2012. 

FIELD mót Donderdonk, Hollandi.

Þetta er í annað skiptið sem ég keppi í FIELD og það er það alskemmtilegasta sem ég hef komist í. Keppnin fer þannig fram að það eru gerð út lið sem samanstanda af 4 keppendum. Þessi lið fara svo um völlin eftir númerum og eru venjulega tekin 6 skotmörk í hverri ferð. Samtals eru 24 skotmörk yfir daginn (hvert mót). Þetta mót var blanda af merktum vegalengdum og ómerktum og fór keppnin fram í skógrækt (sú stærsta í Evrópu var mér sagt) og þar sem það hefur varla stytt upp í Hollandi það sem af var sumri var hún vægast sagt forug og leðjan oft vaðin upp yfir ökla. Það gekk vonum framar því ég var hálf smeykur um að ég væri ekki nógu æfður í að mæla vegalengdir og var ég 9. eftir fyrri daginn. Ég beið ekki eftir úrslitum seinni daginn. Þetta mót var eina mótið sem þeir höfðu til að velja í liðið sem þeir senda á heimsmeistarmótið í Frakklandi í næsta mánuði. Þar af leiðandi var þetta mjög sterkt mót, 96 keppendur og þar af rúmlega 50 í mínum flokk. Það eru myndir í möppu og 1 vídeó sem sýnir aðeins hvernig rigndi.


 


30. júní 2012. 

Íslandsmót utanhús að Laugum, Reykjadal.

Keppt var á 50 metrum, 2*36 örvum + úrslit.

Fyrri umferð 335 stig, seinni umferð 315 stig. Það blés hraustlega ískaldri norðanátt. Í úrslitum keppti ég við Jón M (6-2) og Þröst (6-0). Vann gull. 

Seinna um daginn var svo keppt í hálfum FITA hring. Þ.e. 50 og 30 metra færi. 50m = 298, 30m = 345.

 

 

31. mars og 1. apríl 2012. 

Íslandsmót í Laugardalshöll.

293 og 287 eftir fyrri daginn ,efstur.

Tvær úrslitaumferðir seinni daginn. Jón M, vann hann 6-0.

Og Þröstur í seinni. Við vorum jafnir eftir 3 umferðir 3-3 og jafn mörg stig 87. Ég náði 29 í síðustu en hann eitthvað minna. Vann 5-3 og fékk gull.


 


3. og 4. mars 2012. 

Tambar open og F2F á Eiði í Færeyjum.

Vann báða dagana. 


 


14. og 15. jan 2012. 

RIG.

Það gekk nokkuð vel í opnu lotunum. 287 og 288 stig. Á sunnudag vann ég Kristinn, Þröst og Jógvan í úrslitum. Vann gull.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband