Færsluflokkur: Íþróttir
5.2.2012 | 17:18
Árið 2012
14. og 15. júlí 2012.
FIELD mót Donderdonk, Hollandi.
Þetta er í annað skiptið sem ég keppi í FIELD og það er það alskemmtilegasta sem ég hef komist í. Keppnin fer þannig fram að það eru gerð út lið sem samanstanda af 4 keppendum. Þessi lið fara svo um völlin eftir númerum og eru venjulega tekin 6 skotmörk í hverri ferð. Samtals eru 24 skotmörk yfir daginn (hvert mót). Þetta mót var blanda af merktum vegalengdum og ómerktum og fór keppnin fram í skógrækt (sú stærsta í Evrópu var mér sagt) og þar sem það hefur varla stytt upp í Hollandi það sem af var sumri var hún vægast sagt forug og leðjan oft vaðin upp yfir ökla. Það gekk vonum framar því ég var hálf smeykur um að ég væri ekki nógu æfður í að mæla vegalengdir og var ég 9. eftir fyrri daginn. Ég beið ekki eftir úrslitum seinni daginn. Þetta mót var eina mótið sem þeir höfðu til að velja í liðið sem þeir senda á heimsmeistarmótið í Frakklandi í næsta mánuði. Þar af leiðandi var þetta mjög sterkt mót, 96 keppendur og þar af rúmlega 50 í mínum flokk. Það eru myndir í möppu og 1 vídeó sem sýnir aðeins hvernig rigndi.
30. júní 2012.
Íslandsmót utanhús að Laugum, Reykjadal.
Keppt var á 50 metrum, 2*36 örvum + úrslit.
Fyrri umferð 335 stig, seinni umferð 315 stig. Það blés hraustlega ískaldri norðanátt. Í úrslitum keppti ég við Jón M (6-2) og Þröst (6-0). Vann gull.
Seinna um daginn var svo keppt í hálfum FITA hring. Þ.e. 50 og 30 metra færi. 50m = 298, 30m = 345.
31. mars og 1. apríl 2012.
Íslandsmót í Laugardalshöll.
293 og 287 eftir fyrri daginn ,efstur.
Tvær úrslitaumferðir seinni daginn. Jón M, vann hann 6-0.
Og Þröstur í seinni. Við vorum jafnir eftir 3 umferðir 3-3 og jafn mörg stig 87. Ég náði 29 í síðustu en hann eitthvað minna. Vann 5-3 og fékk gull.
3. og 4. mars 2012.
Tambar open og F2F á Eiði í Færeyjum.
Vann báða dagana.
14. og 15. jan 2012.
RIG.
Það gekk nokkuð vel í opnu lotunum. 287 og 288 stig. Á sunnudag vann ég Kristinn, Þröst og Jógvan í úrslitum. Vann gull.
Íþróttir | Breytt 28.7.2012 kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2011 | 10:38
Árið 2011
17. og 18. des 2011.
Berlin Open.
Það gekk bærilega í opnu lotunum. Vantaði 1 stig til að vera öruggur í úrslit og þurfti að skjóta shoot off til að komast áfram. Setti tvisvar í X en það dugði ekki til. Seinni daginn var mót fyrir þá sem ekki komust áfram fyrri daginn og þar gekk mjög vel. Vann bol og örvamæli.
19. og 20 nóvember 2011.
Reykjavíkurmót Í.F.R.
1144 stig samtals. Gull.
Lok ágúst og byrjun september 2011.
Field bogfimi í Hollandi.
Hef aldrei skotið svona mót áður og hafði mjög gaman af. Johan Dongen tók það að sér að sýna mér hvernig vegalengdir eru mældar á föstudeginum og laugardeginum. Á sunnudeginum fórum við svo á mót. Myndir eru í albúmi.
12.-15. Febrúar. 2011
Tambar Open.
Janúar 2011.
RIG.Íþróttir | Breytt 5.2.2012 kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 18:15
Árið 2010
26-27. júní 2010
Hamranesvöllur, Íslandi
Miðnæturmót í bogfimi á Hamranesvelli er eitt það skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í og hef ég þó farið víða og keppt. Andinn og umhverfið var alveg frábært svo vægt sé til orða tekið. Nokkrir dropar komu þegar við vorum að skjóta 50 metrana en það var bara til að hreinsa loftið. Þegar búið var að keppa var töluverð bið eftir að úrslit lágu fyrir svo þeir sem voru með langboga og þess háttar voru að leika sér með flu-flu örvar að skjóta á fljúgandi skotmark og höfðu gaman af.
Það er mjög sérstakt að skjóta við þessar aðstæður og gerir aðrar kröfur en venjulega. Það var hinsvegar algert logn og það var auðvitað mikið að hjálpa.
Undirbúningur gekk mjög vel á laugardaginn og gekk allt upp og öll umgjörð þeim til mikils sóma sem að þessu stóðu. Úrslitin voru líka mjög góð fyrir mig þar sem ég vann minn flokk. Það var skotið á 50 og 30 metra færi, 36 skotum á hvora vegalengd og endaði ég með 683 stig. http://bogfimi.net/page3/page3/midnight2010.html
Ég heyrði á þeim gestum sem komu að það ætti endilega að halda þetta oftar og vona ég sjálfur að svo verði.
Sherwood, Englandi.
12. FITA mót hjá Sherwood Archers. Gekk vel til að byrja með á 90m en svo fór aðeins að halla undan fæti. Fékk hæsta skor dagsins á 50m. Endaði með 1328 stig sem er ekki alveg nógu gott. 4.sæti.
13. 4* 70m. Gekk mjög vel í fyrstu tveim lotum með rétt undir 340 stig í hvorri. Þá var ég með 12 stiga forskot á næsta. Eftir þriðju lotu missti ég niður 10 stig. Ég náði 340 stigum í síðustu og endaði með 6 stiga forskot (1347) og vann GULLLLLLL.
Íslandsmót
Endaði í fyrsta sæti með 1138 stig http://www.bogfimi.net/page3/page3/islandsmot2010.html ( http://www.facebook.com/photo.php?pid=3821391&id=181718122638 )
Færeyjar
Setti nýtt Íslandsmet og nýtt Færeysktmet (587 stig). Endaði í fyrsta sæti.
Holland
Æfingaferð
Íþróttir | Breytt 9.8.2010 kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2009 | 22:07
Árið 2009
Reykjavíkurmót ÍF 2009
Boekel, Hollandi.
FITA utanhús. 3 ný íslandsmet og endaði í fyrsta sæti í mínum flokk.
324 á 90m nýtt met
344 á 70m nýtt met
336 á 50m og
352 á 30m.
Samtals 1356 stig - nýtt met.
Sherwood Englandi 2009 - FITA utanhús fyrri daginn og 2*70m seinni daginn. Lenti í 4.sæti & 2.sæti.
21.-22.mars 2009
Íslandsmót ÍF 2009 - Lenti í 1.sæti (1.119 stig) http://www.bogfimi.net/page3/page3/islandsmot09a.html
Íþróttir | Breytt 29.6.2010 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 13:12
Árið 2008
29.11-30.11 2008
Reykjavíkurmót. 1148 stig og sigurinn var minn þrátt fyrir bilanir og alls kyns vesen.
23.- 28 júní 2008.
Boé, Frakklandi. Fjórði leggurinn í World Cup mótaröðinni. http://www.archery.org/
Komst áfram mað sama stigafjölda í Vittel (334 og 336) 670 stig samtals. Vann fyrsta head to head. Endaði í 26. sæti.
9.-18. mai 2008.
Evrópumót utanhús. Það er í Vittel, Frakklandi. http://www.arc-vittel2008.com/
Það gekk allvel í fyrri umferðinni. 340 stig sem er nýtt Íslandsmet. 330 stig í seinni umferðinni. Komst í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Datt út á móti Sergio Pagni.
Las Vegas, USA, NFAA World Archery Festival ( http://www.nfaa-archery.org/tournaments/vegas/ )
Á föstudeginum byrjaði ég að keppa klukkan 10.00. Keppendur á mótinu voru um 600 talsins og í mínum flokki kepptu 211. Gekk mér ekki alveg nógu vel því hér heima var ég að skjóta 297 þegar vel gekk. Endaði ég fyrri daginn með 293 stig, af 300 mögulegum. Á laugardeginum keppti ég kl. 15:30. Það gekk mun betur þann daginn eða 297 stig. Samtals 590 af 600 stigum sem er kannski ekki svo slæmt.
Sjá myndband af mótinu:
Stavanger,Noregur - Vann þriðja sætið þar! Fékk þessa fínu kristalsskál í verðlaun.
Á laugardeginum var innanhús FITA round. Þ.e. utanhúsvegalengdir innanhús, allar nema sú lengsta sem á að vera 90m enn var í þessu tilfelli 83m. Skotið var 36 örvum á 83m, 36 á 70m 36 á 50m og 36 á 30m. Hámarksskor er 1440 stig. Á lengstu vegalengdinni fékk ég 303 stig, 70=327, 50=332 og á síðustu þ.e. 30m setti ég persónulegt met 357 stig. Aðeins þrjár níur í 36 skotum. Samtals 1319 stig. Á fyrstu vegalengdinni var ég enn að stilla nýjann boga fyrir nýjar örvar.
Á sunnudeginum var eins konar face to face keppni á 70m færi þar sem dregið er í 7 manna riðla og keppa þeir innbyrðis maður á mann. Ég vann allar mínar keppnir og fékk líka mjög gott skor. Ef maður vinnur þá fær maður 2 "match points" 1 ef maður gerir jafntefli og ekkert ef maður tapar. Ég fékk 12 "match points". Þeir sem eru hæstir eru settir saman í 3ja mann riðla sem keppa um 1. 2. og 3. sætið og svo framvegis. Ég var næst hæstur og var þar af leiðandi í sterkasta riðlinum fyrir úrslitin með Mats Inge og Morten Boe. Ég tapaði með 2 stigum fyrir Mats og 1 stigi fyrir Morten. Morten vann Mats í þeirra keppni og vann þar af leiðandi mótið. Ég er mjög sáttur við þennan árangur og hlakka til að fara á næsta mót sem er í Las Vegas.
Íþróttir | Breytt 29.6.2010 kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2008 | 22:10
Þau mót sem ég keppti á, árið 2007
Mánaðarmótin nóvember-desember 2007
Mol,Belgía - Innanhúsmót, lenti í 5.sæti.
Lilleström, Noregi og lenti í 4.sæti.
Reykjavíkurmót 2007 - lenti í 1.sæti (1.139 stig)
Mánaðarmótin Október/Nóvember 2007
Holland, Æfingarmót
Holland, Æfingarmót
Dublin, Írland - Fékk brons.
Íslandsmót ÍF 2007- Lenti í 1.sæti (1.138 stig)
Izmir, Tyrklandi.Heimsmeistaramót innanhús í Endaði í 46. sæti með 573 stig.
Heimasíða FITA, síða mótsins.
http://www.archeryworldcup.org/default.asp?s_id=0&m_id=410
Hér er smá myndband frá því móti, (ég er sjötti frá vinstri, þessi svartklæddi):
Nimes,Frakklandi. European Championship. (Evrópumót)
Heimasíða mótsins.
http://tournoi-europeen.tiralarc.net/home/
Íþróttir | Breytt 10.8.2010 kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 22:10
Þau mót sem ég keppti á, árið 2006
Amsterdam, Holland - Face to Face mót. 19. sæti.
Heimasíða mótsins.
http://www.face2face-archery.org/
Holland - Æfingamót. Vann eitt mót innandyra á nýju Íslandsmeti(582 stig,60 örvar)
Reykjavíkurmót 2006 - Lenti í 1.sæti. (1.154 stig)
Boekel, Holland - Æfingarmót utanhúss.
307 stig á 90m, 335 stig á 70m, 330 stig á 50m, 355 stig á 30m. Samtals 1327 stig af 1440 mögulegum.
Þórshöfn,Færeyjar - North Atlantic Open. Varð í þriðja sæti eftir tvær umferðir,datt svo út, man ekki hver ég endaði.
Íslandsmót ÍF 2006 - Lenti í 1.sæti (1.130 stig)
Jaen, Spánn - Evrópumót innanhúss. Finn ekki opinbera síðu um þetta mót. Ég missti af að komast í 32 manna úrslit. Var jafn einhverjum Tyrkja í 32 sæti og tapaði í "shoot off", endaði í 33.sæti. Mér til varnar var ég inni samkvæmt skráningu á tölvuskjánum og var byrjaður að borða hádegismat þegar var kallað í úrslitaskotið. Man það næst að bíða eftir "official result".
Íþróttir | Breytt 27.1.2008 kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 21:57
Þau mót sem ég keppti á, árið 2005
Reykjavíkurmót 2005 - Lenti í 1.sæti (1.143 stig)
Amsterdam,Holland - Face to Face mót
Heimasíða mótsins.
http://www.face2face-archery.org/
Holland, Æfingarmót
Aalborg, Danmark - 8th Indoor World Champinoships (Heimsmeistaramót innanhúss). Mótið sem ég ætlaði að ná inn í 32 manna úrslit.
Úrslit á pdf.
http://www.archeryworldcup.org/UserFiles/Document/Results/Results/Before2006/Indoor/2005_Indoor.pdf
Íslandsmót 2005 - Lenti í 1.sæti (1.148 stig)
Holland, Æfingarmót
Íþróttir | Breytt 27.1.2008 kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 21:56
Þau mót sem ég keppti á, árið 2004
Belgía & Holland, Æfingarmót
Holland, Æfingarmót. Fyrsta sinn sem ég fór að hitta Hans Blum sem hefur þjálfað mig síðan. Við gerðum plan til nokkurra mánaða og settum markið á að ég kæmist í 32 manna úrslit á heimsmeistaramótin í Álaborg í mars 2005. Á heimsmeistaramótin náði ég 25 sæti.
Írland, Leixlip - Irish Open. Fór með Guðmundi sem hafði farið þangað áður og kepptum við í roki og rigningu að Írskum sið. Vann einhvern pening en man ekki alveg í hvaða sæti ég endaði.
Íslandsmót 2004 - Lenti í 1.sæti (1.131 stig)
Malmö, Svíþjóð - Malmö Open. Fyrsta mót innanhús sem ég fór á utan Íslands. Komst í gegnum 32 manna niðurskurðinn enn man ekki hvar ég endaði.
Íþróttir | Breytt 27.1.2008 kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 21:54
Þau mót sem ég keppti á, árið 2003
Reykjavíkurmót 2003 - Lenti í 1.sæti (1.126 stig)
New York,Usa - 42nd World Archery Championships (Heimsmeistaramót utanhúss)
Fyrsta mótið sem ég keppti á utan Íslands. Úrslit mótsins á pdf.
Ég á slatta af flottum myndum frá New York sem ég þarf að finna og setja inn.
Íslandsmót ÍF 2003 - Lenti í 1.sæti (nýtt Íslandsmet, (1.101 stig )
Íþróttir | Breytt 27.1.2008 kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)