Árið 2010

 26-27. júní 2010

Hamranesvöllur, Íslandi

Miðnæturmót í bogfimi á Hamranesvelli er eitt það skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í og hef ég þó farið víða og keppt. Andinn og umhverfið var alveg frábært svo vægt sé til orða tekið. Nokkrir dropar komu þegar við vorum að skjóta 50 metrana en það var bara til að hreinsa loftið. Þegar búið var að keppa var töluverð bið eftir að úrslit lágu fyrir svo þeir sem voru með langboga og þess háttar voru að leika sér með flu-flu örvar að skjóta á fljúgandi skotmark og höfðu gaman af.

Það er mjög sérstakt að skjóta við þessar aðstæður og gerir aðrar kröfur en venjulega. Það var hinsvegar algert logn og það var auðvitað mikið að hjálpa.

Undirbúningur gekk mjög vel á laugardaginn og gekk allt upp og öll umgjörð þeim til mikils sóma sem að þessu stóðu. Úrslitin voru líka mjög góð fyrir mig þar sem ég vann minn flokkSmile. Það var skotið á 50 og 30 metra færi, 36 skotum á hvora vegalengd og endaði ég með 683 stig. http://bogfimi.net/page3/page3/midnight2010.html

Ég heyrði á þeim gestum sem komu að það ætti endilega að halda þetta oftar og vona ég sjálfur að svo verði.

 

 

 

flag-uk12.-13. júní 2010

Sherwood, Englandi.

 

12. FITA mót hjá Sherwood Archers. Gekk vel til að byrja með á 90m en svo fór aðeins að halla undan fæti. Fékk hæsta skor dagsins á 50m. Endaði með 1328 stig sem er ekki alveg nógu gott. 4.sæti.

13. 4* 70m. Gekk mjög vel í fyrstu tveim lotum með rétt undir 340 stig í hvorri. Þá var ég með 12 stiga forskot á næsta. Eftir þriðju lotu missti ég niður 10 stig. Ég náði 340 stigum í síðustu og endaði með 6 stiga forskot (1347) og vann GULLLLLLL.

 

iceland20.-21.mars 2010

Íslandsmót

Endaði í fyrsta sæti með 1138 stig http://www.bogfimi.net/page3/page3/islandsmot2010.html   ( http://www.facebook.com/photo.php?pid=3821391&id=181718122638 )

 

faroe_islands_flag_large12.-15.febrúar 2010 

Færeyjar

Setti nýtt Íslandsmet og nýtt Færeysktmet (587 stig). Endaði í fyrsta sæti.

 

holland-flag7.-10.janúar 2010

Holland

Æfingaferð

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband