Árið 2008

 29.11-30.11 2008 

Reykjavíkurmót. 1148 stig og sigurinn var minn þrátt fyrir bilanir og alls kyns vesen. 

 

23.- 28 júní 2008. 

Boé, Frakklandi. Fjórði leggurinn í World Cup mótaröðinni. http://www.archery.org/

Komst áfram mað sama stigafjölda í Vittel (334 og 336) 670 stig samtals. Vann fyrsta head to head. Endaði í 26. sæti.

 

 9.-18. mai 2008.

Evrópumót utanhús. Það er í Vittel, Frakklandi. http://www.arc-vittel2008.com/

Það gekk allvel í fyrri umferðinni. 340 stig sem er nýtt Íslandsmet. 330 stig í seinni umferðinni. Komst í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Datt út á móti Sergio Pagni.

 

 

USA_flag22.-24.febrúar 2008

Las Vegas, USA, NFAA World Archery Festival ( http://www.nfaa-archery.org/tournaments/vegas/ )

Á föstudeginum byrjaði ég að keppa klukkan 10.00.  Keppendur á mótinu voru um 600 talsins og í mínum flokki kepptu 211.  Gekk mér ekki alveg nógu vel því hér heima var ég að skjóta 297 þegar vel gekk.  Endaði ég fyrri daginn með 293 stig, af 300 mögulegum.  Á laugardeginum keppti ég kl. 15:30. Það gekk mun betur þann daginn eða 297 stig. Samtals 590 af 600 stigum sem er kannski ekki svo slæmt.

Sjá myndband af mótinu:

norway_flag1.-3.febrúar 2008

Stavanger,Noregur - Vann þriðja sætið þar!   Fékk þessa fínu kristalsskál í verðlaun.

þriðju verðlaun_stavanger

Á laugardeginum var innanhús FITA round. Þ.e. utanhúsvegalengdir innanhús, allar nema sú lengsta sem á að vera 90m enn var í þessu tilfelli 83m. Skotið var 36 örvum á 83m, 36 á 70m 36 á 50m og 36 á 30m. Hámarksskor er 1440 stig. Á lengstu vegalengdinni fékk ég 303 stig, 70=327, 50=332 og á síðustu þ.e. 30m setti ég persónulegt met 357 stig. Aðeins þrjár níur í 36 skotum. Samtals 1319 stig. Á fyrstu vegalengdinni var ég enn að stilla nýjann boga fyrir nýjar örvar.

Á sunnudeginum var eins konar face to face keppni á 70m færi þar sem dregið er í 7 manna riðla og keppa þeir innbyrðis maður á mann. Ég vann allar mínar keppnir og fékk líka mjög gott skor. Ef maður vinnur þá fær maður 2 "match points" 1 ef maður gerir jafntefli og ekkert ef maður tapar. Ég fékk 12 "match points". Þeir sem eru hæstir eru settir saman í 3ja mann riðla sem keppa um 1. 2. og 3. sætið og svo framvegis. Ég var næst hæstur og var þar af leiðandi í sterkasta riðlinum fyrir úrslitin með Mats Inge og Morten Boe. Ég tapaði með 2 stigum fyrir Mats og 1 stigi fyrir Morten. Morten vann Mats í þeirra keppni og vann þar af leiðandi mótið. Ég er mjög sáttur við þennan árangur og hlakka til að fara á næsta mót sem er í Las Vegas.

Morten og Mats


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku bródir  alltaf bestur :)

Rósa systir......... (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband